Birgir & Hulda

Birgir Hrafn Kjartansson f. 6. feb 2008 og Hulda Margrét Ragnarsdóttir f. 26. okt 2008 hafa dansað saman í um 2 og 1/2 ár.  Þau hafa lengst af keppt í efsta getustigi í sínum aldursflokki bæði hérlendis og erlendis.  Birgir og Hulda hafa keppt í Blackpool (England), París (Frakkland), Cervia (Ítalía), Assen (Hollandi), London (England) og minni keppnum í Englandi.  Besti árangur þeirra samkvæmt www.dancesportinfo.net er að hafa lent í 1. sæti á móti DSÍ í mars árið 2017 en okkur finnst 3. sætið í U11 ára í latin í Bournemouth hafa verið betri árangur.  Í Blackpool hafa þau hæst lent í 44. sæti í cha cha í barnaflokki.  Í sumar hafa þau verið að undirbúa að keppa í dansi með frjálsri aðferð en einnig eru þau að stefna á mót í London í október.