Aron & Ragnheiður

Ríkharður Aron Eiríksson f. 4. jan 2001 og Ragnheiður Anna Hallsdóttir f. 21. ágúst 2000 hafa dansað saman í um 3 ár.  Þau keppa í dansi með frjálsri aðferð og hafa einbeitt sér að ballroom dönsum en æfa latin dansa sér til skemmtunar og til þess að auka þrek og styrk.  Aron og Ragnheiður hafa keppt í Kistelek (Ungverjaland), Timisoara (Rúmenía), Blackpool (England), París (Frakkland), Riga (Lettlandi) og Bournemouth (England).  Besti árangur þeirra samkvæmt www.dancesportinfo.net er 2. sæti á Íslandsmeistaramóti DSÍ í ballroom dönsum árið 2018 í flokki ungmenna.  Í Blackpool hafa þau náð hæst 81. sæti í ballroom dönsum í flokki U21.  Aron og Ragnheiður eru í landsliði DSÍ og stefna á mót í London í október.