Aldas & Demi

Aldas Zgirskis f. 23. ágúst 2005 og Demi van den Berg f. 15. feb 2006 hafa dansað saman í um 1 og 1/2 ár.  Aldas og Demi keppa í dansi með frjálsri aðferð og hafa þau keppt í Blackpool, Assen, París, London og minni keppnum í Englandi.  Besti árangur þeirra samkvæmt www.dancesportinfo.net er 1. sæti í junior combi á Lottó mótinu í nóvember 2018.  Í Blackpool hafa þau náð hæst 23. sæti í jive í unglingaflokki.  Aldas og Demi eru í landsliði DSÍ og stefna á mót í London í október og jafnvel fleiri mót.