Dans fyrir alla á Bíldshöfða

Dansskólinn Bíldshöfða mun hefja starfsemi í febrúar í nýstandsettu húsnæði að Bíldshöfða 10 sem er sérhannað fyrir dansskóla.  Dansskólinn Bíldshöfða mun bjóða upp á námskeið fyrir 2-3 ára börn og foreldra þeirra, barnadansa fyrir 4-5 ára, samkvæmisdansa fyrir börn frá 6 ára, unglinga og fullorðna, jazz dans fyrir 8-13 ára og latin fit fyrir hressar konur á öllum aldri.

Staðsetningin hentar mjög vel fyrir íbúa Grafarvogs, Árbæjar og Breiðholts og allir vita hversu hollt er að læra dans.  Aukið sjálfstraust, gleði og vinskapur kemur fyrst upp í hugann.

Dansskólinn Bíldshöfða er nýr dansskóli á sterkum grunni með Ragnar Sverrisson danskennara og Önnu Björk Bergmann í fararbroddi.  Ragnar og Anna Björk dönsuðu einmitt saman á yngri árum og urðu margfaldir Íslandsmeistarar.

Kennsla byrjar samkvæmt stundaskrá mánudaginn 1. febrúar 2020 og aðrir tímar í framhaldi af því.  Við ætlum að vera með smá opnunarteiti og munum auglýsa það hér og á samfélagsmiðlum.

Kær kveðja, Ragnar og Anna Björk