Danskennarar

Ragnar Sverrisson

Ragnar hefur 38 ára reynslu af samkvæmisdönsum og öðrum dönsum. Margfaldur Íslandsmeistari á sínum unglingsárum og á langan keppnisferil að baki bæði sem áhugamaður og atvinnumaður. Ragnar hefur 27 ára reynslu sem danskennari. Hann kenndi á árunum 1993-1994 hjá Dansskóla Hermanns Ragnars, 1994-1996 hjá Dansskóla Auðar Haralds, 1997-1999 hjá Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar og frá 2000-2003 hjá Dansskóla Jóns Péturs og Köru. Frá 2003 hefur hann starfað sjálfstætt við danskennslu bæði hérlendis og erlendis.  Ragnar er skólastjóri og mun sjá um rekstur dansskólans sem og koma að kennslu flestra hópa í samkvæmisdönsum.

Elísabet Bjarnadóttir

Elísabet hefur margra ára reynslu af samkvæmisdönsum.  Margfaldur

meistari og átti farsælan keppnisferil bæði hérlendis og erlendis.  Elísabet mun sjá um laugardagshópana.

 

 

Aðstoðarkennarar:

Flestir þeir sem stunda keppnisdans hjá dansskólanum munu aðstoða við kennslu í barnadönsum og byrjendahópum.

Gestakennarar:

Reglulega koma til okkar gestakennarar og þar má telja Gunnar Hrafn Gunnarsson sem keppir sem atvinnudansari í latin dönsum og er meðal annars Englandsmeistari.  Gunnar og dansdama hans Marika Doshoris lentu í 11. sæti á heimsmeistaramóti atvinnumanna í latin dönsum á síðasta ári og eru þau almennt talin 8-11 bestu í sínum flokki í heiminum.

Einnig  er mikilvægt að minnast á Julie Tomkins sem hefur gríðarlega mikla reynslu og þekkingu á samkvæmisdönsum.  Hún sérhæfir sig að mestu í þjálfun á danskennurum en hefur verið gestakennari hjá okkur um árabil.