Björn & Birgitta

Björn Sverrir Ragnarsson f. 12. sept 1998 og Birgitta Dröfn Björnsdóttir f. 9. nóv 2001 hafa dansað saman í um 2 mánuði.  Þau keppa í dansi með frjálsri aðferð og einbeita sér að latin dönsum.  Besti árangur þeirra samkvæmt www.dancesportinfo.net er 1. sæti á litlu móti í Englandi í mars 2019 en okkur finnst 12. sæti í Blackpool í maí 2018 vera betri árangur.  Björn og Birgitta hafa keppt í Blackpool, Assen, Cervia, París, Rúmeníu, London og minni keppnum í Englandi.  Þau eru í landsliði DSÍ og stefna á mót í Póllandi í september og London í október.