Um félagið

Dansskóli Ragnars Sverrissonar var stofnaður árið 2007 af Ragnari Sverrissyni.  Dansskólinn hefur að mestu verið með aðsetur á Bíldshöfða í Reykjavík en í vetur munum við víkka út starfsemina og bjóða upp á námskeið í Grafarvogi, Árbæ og Breiðholti.  Dansskólinn er öllum opinn og ættu allir að geta fundið námskeið við sitt hæfi. Boðið er upp á samkvæmisdansa, barnadansa, brúðarvals, sérhópa og fleira. Starfsfólk dansskólans hefur mikinn metnað og leggur upp með að veita fyrsta flokks þjónustu fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna.  Allir nemendur dansskólans eru iðkendur hjá Dansfélaginu Bíldshöfða sem er íþróttafélag viðurkennt af DSÍ og ÍSÍ.