Barnadans

Börn 2-3 ára

Foreldrar og börn – Dansskólinn Bíldshöfða býður upp á danstíma fyrir 2-3 ára börn og foreldra eða forráðamenn þeirra þar sem þeir dansa við börnin sín í tímunum.  Foreldrar og forráðamenn læra þá dansa sem barnið lærir og geta þá dansað við barnið heima í stofu sem bæði þjálfar barnið og veitir því gleði.  Farið verður í helstu barnadansa og dansleiki.  Áhersla lögð á gleði og að fá tilfinningu fyrir því að hreyfa sig skipulega með tónlist.

Börn 4-5 ára

Fyrir 4-5 ára börn býður Dansskólinn Bíldshöfða upp á almenna barnadansa í bland við fyrstu sporin í samkvæmisdönsum. Lögð áhersla á að búa til góðan grunn með því að tengja tónlist við skipulagðar hreyfingar.  Taktur, tækni, tónlist.