Námskeið

Börn og unglingar

Börn 6 ára og eldri

Aðallega unnið með almenna samkvæmisdansa í bland við aðra skemmtilega dansa.  Lögð er áhersla á góðan grunn og tækni til þess að gefa þeim tækifæri til þess að geta dansað með öryggi og tilfinningu.

Unglingar

Við bjóðum upp á hressa og skemmtilega tíma í samkvæmisdönsum fyrir unglinga þar sem farið er í almenna samkvæmisdansa.  Lögð er áhersla á jákvæðni og jákvæða uppbyggingu.

Keppnishópar

Keppnishópar eru fyrir þá sem hafa áhuga á að keppa og sýna og stefna hátt í dansinum. Erlendar keppnisferðir og mikill metnaður er einkennandi fyrir keppnishópa.

Jazz dans

Blanda af tækniæfingum og skemmtilegum dönsum við nýjustu lögin.  Kennari Anna Björk

Latin fit

Einföld og þægileg latin spor, lagt upp með endurtekningar og markmiðið að ná góðri brennslu.  Teygjur og styrktaræfingar í lokin.  Kennari Anna Björk

Fullorðnir

Við verðum með námskeið fyrir fullorðna í samkvæmisdönsum.  Er ekki löngu kominn tími að bjóða makanum upp í dans 1x í viku og læra helstu grunnsporin?  Afslappað andrúmsloft og góð og skemmtileg hreyfing.