Dans fyrir alla á Bíldshöfða

Dansskólinn Bíldshöfða hóf starfsemi 1. febrúar 2020 í nýstandsettu húsnæði að Bíldshöfða 10 sem er sérhannað fyrir dansskóla.  Dansskólinn Bíldshöfða mun bjóða upp á námskeið fyrir 2-3 ára börn og foreldra þeirra, barnadansa fyrir 4-5 ára, samkvæmisdansa fyrir börn frá 6 ára, unglinga og fullorðna ofl.  Einnig bjóðum við hópum upp á að sérsníða námskeið að þeirra þörfum.  Einkakennsla fyrir byrjendur og lengra komna bæði börn og fullorðna.l

Staðsetningin hentar mjög vel fyrir íbúa Grafarvogs, Árbæjar og Breiðholts og allir vita hversu hollt er að læra dans.  Aukið sjálfstraust, gleði og vinskapur kemur fyrst upp í hugann.

Dansskólinn Bíldshöfða er nýr dansskóli á sterkum grunni með Ragnar Sverrisson danskennara og Önnu Björk Bergmann í fararbroddi.  Ragnar og Anna Björk dönsuðu einmitt saman á yngri árum og urðu margfaldir Íslandsmeistarar.

Kennsla er samkvæmt stundaskrá.  Í maí verðum við með stutt vornámskeið fyrir byrjendur og lengra komna.

Kær kveðja, Ragnar og Anna Björk

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *