Um félagið

Dansfélagið Bíldshöfði (áður Dansskóli Reykjavíkur) var stofnað í júní árið 2007.  Dansfélagið var staðsett á Bíldshöfða 18 í Reykjavík frá 2007-2017 en hefur verið starfrækt í íþróttahúsi Ártúnsskóla síðustu misseri.  Ný staðsetning verður tilkynnt von bráðar. Dansfélagið er öllum opið og ættu allir að geta fundið námskeið við sitt hæfi. Boðið er upp á almenna samkvæmisdansa, barnadansa, brúðarvals, sérhópa og fleira. Starfsfólk dansskólans hefur mikinn metnað og leggur upp með að veita fyrsta flokks þjónustu fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna.