Allir vilja dansa

Við hjá Dansfélaginu Bíldshöfða erum að fara af stað með samfélagsverkefnið „Allir vilja dansa“.  Við erum sannfærð um að allir hafi gott af því að læra að dansa og viljum gera allt sem við getum til þess að aðstoða við það.

Dansfélagið á 12 ára sögu á bak við sig þar sem við dönsuðum á Bíldshöfða 18 í um 10 ár frá 2007 til 2017. Þessa dagana erum við að leita að nýju húsnæði og viljum helst vera á svipuðum stað og við vorum. Við teljum þá staðsetningu henta íbúum Grafarvogs og Árbæjar og nærliggjandi hverfum.

Dansfélagið Bíldshöfði kt 430807-0210 er íþróttafélag og mun með tímanum njóta styrkja frá borginni en þangað til ætlum við að leita til fyrirtækja og einstaklinga til þess að styrkja og styðja við starfsemina.

Við munum fara af stað með hópfjármögnun á Indiegogo og erum við vongóð að samfélagið taki vel á móti okkur. Einnig er hægt að styrkja verkefnið beint inn á reikning 0516-26-14210 kt 430807-0210. Allar upphæðir eru vel þegnar. Ef fyrirtæki vilja styrkja okkur með vörum þá er það velkomið.

Nánari upplýsingar um dansfélagið er að finna á www.dansa.is og einnig er hægt að hafa samband á netfang dansa@dansa.is.

Með von um góðar viðtökur.

Dansfélagið Bíldshöfði